VIÐ LEITUM AÐ 15 - 18 ÁRA SÆSKRÍMSLUM
Ert þú 15 - 18 ára og hefur áhuga á götuleikhúsi, sirkus og framkomu? Viltu taka þátt í stærsta götuleikhúsviðburði landsins?
Sirkushópurinn Hringleikur leitar að ungmennum á aldrinum 15 - 18 ára til að taka þátt í götuleikhús-sýningunni Sæskrímslin á hverjum sýningarstað. Verkið er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Við leitum að ungmennum á eftirfarandi stöðum á eftirfarandi tímum:
Um 10 ungmenni eru fengin til liðs við verkið á hverjum sýningarstað og læra þau ákveðið hlutverk í sýningunni, ásamt því að fá innsýn í götuleikhústækni og uppsetningu sýninga. Þátttakendur sem verða valin taka þátt í þriggja daga dagskrá sem samanstendur af götuleikhús-smiðju, æfingum á verkinu og sýningunni sjálfri. Greitt er fyrir þátttöku. Umsóknarform og nánari upplýsingar um hvern stað má finna hér að neðan. Ef nánari spurningar vakna má hafa samband við listræna stjórnendur verksins, Eyrúnu Ævarsdóttur og Jóakim Meyvant Kvaran. |
Sýningin Sæskrímslin var pöntuð sérstaklega af Listahátíð í Reykjavík.
Verkefnið er styrkt af:
Samstarfsaðilar:
Skrímslasetrið á Bíldudal, List fyrir alla, menningarfulltrúi SSV, Vestfjarðastofa, menningarfulltrúi SSNE, Menningarstofa Fjarðabyggðar, Austurbrú og verkefnastjóri menningarmála, Faxaflóahafnir, Akraneskaupstaður, Ísafjarðarbær, Norðurþing, Fjarðabyggð, Sláturhúsið á Egilsstöðum, Safnahúsið á Húsavík, Byggðasafn Vestfjarða og listahátíðin Innsævi.
|