Flipp festival, ný íslensk sirkurlistahátíð var haldin dagana 25. og 26. júní 2022 í Elliðaárstöð í Elliðaárdal og Hafnarþorpinu/Koliportinu. Þema hátíðarinnar var spurningin Er þetta hægt?! Spurningin vísar í algeng viðbrögð áhorfenda við sirkuslistum auk þess sem hún vísar í vangaveltur Hringleiks síðustu ár - hvort hægt sé að halda úti sirkus á Íslandi. Svarið er svo sannarlega já því íslensk sirkussena hefur blómstrað og dafnað á undanförnum árum. Flipp festival fagnaði íslenskri sirkussenu með því að bjóða uppá það besta úr íslenskum sirkus auk nýstárlegra og spennandi erlenda sýninga. Að auki var boðið uppá sirkussmiðjur fyrir byrjendur og lengra komna.
Eitthvað fyrir öll á Flipp festival! |
DAGSKRÁ 2022
Arcade Delight - DYNAMO (DK) X Hringleikur
25. júní, laugardag, kl. 19:30 Hafnarþorpið í Kolaportinu |