MEGAWHAT!? - nýsirkussýning og vísindasmiðja
MEGAWHAT?! - tilraunakennt sirkuslistaverkefni fyrir alla fjölskylduna þar sem öfl náttúrunnar birtast gestum Elliðaárstöðvar í furðulegum heimi sirkus og vísinda. Sirkushópurinn Hringleikur setur hér upp nýja og skemmtilega nýsirkussýningu í spennandi umhverfi Elliðaárstöðvar, gömlu rafstöð Reykvíkinga.
Í MEGAWHAT?! kynnast áhorfendur litríkum hópi íbúa í Elliðaárstöð sem sýna þeim þá töfra sem búa í náttúruöflunum. Hvað gera þau sér til skemmtunar? Er hægt að snúast endalaust? Hvernig helst húllahringur uppi? Er hægt að halda jafnvægi á hverju sem er?
Í formi sirkussýningar sem ferðast um svæðið og þátttökusmiðju kynnumst við þessum furðuverum nánar og rannsökum náttúruöflin með þeim sirkusáhöldum sem þar er að finna. Loftfimleikar, jafnvægislistir, djöggl og akróbatík undir frumsaminni tónlist flæða um nýuppgert fjölskyldusvæðið í Elliðaárstöð og í kjölfarið fá gestir að kynnast öflum náttúrunnar í gegnum vísinda-sirkus-smiðju, auk þess að ævintýralegt leiksvæði Elliðaárstöðvar verður opið.
Athugið að sýningin fer fram bæði innan- og utandyra, ferðast er um fjölbreytt undirlag og áhorfendur eru hvattir til að búa sig eftir veðri og aðstæðum. Á svæði Elliðaárstöðvar eru börn á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
MEGAWHAT?! verður frumsýnd 26. ágúst og sýnd í Elliðaárstöð í ágúst og september 2023.
Miðasala er hafin og fer fram á vefsíðu Elliðaárstöðvar.
Miðakaup fyrir MEGAWHAT!? fara fram á verðskala. Með verðskalanum er hugmyndin að sem flest fái að njóta menningar og lista með fjölskyldunni. Allar tekjur af miðasölunni renna til listafólks Hringleiks.
MEGAWHAT?! - tilraunakennt sirkuslistaverkefni fyrir alla fjölskylduna þar sem öfl náttúrunnar birtast gestum Elliðaárstöðvar í furðulegum heimi sirkus og vísinda. Sirkushópurinn Hringleikur setur hér upp nýja og skemmtilega nýsirkussýningu í spennandi umhverfi Elliðaárstöðvar, gömlu rafstöð Reykvíkinga.
Í MEGAWHAT?! kynnast áhorfendur litríkum hópi íbúa í Elliðaárstöð sem sýna þeim þá töfra sem búa í náttúruöflunum. Hvað gera þau sér til skemmtunar? Er hægt að snúast endalaust? Hvernig helst húllahringur uppi? Er hægt að halda jafnvægi á hverju sem er?
Í formi sirkussýningar sem ferðast um svæðið og þátttökusmiðju kynnumst við þessum furðuverum nánar og rannsökum náttúruöflin með þeim sirkusáhöldum sem þar er að finna. Loftfimleikar, jafnvægislistir, djöggl og akróbatík undir frumsaminni tónlist flæða um nýuppgert fjölskyldusvæðið í Elliðaárstöð og í kjölfarið fá gestir að kynnast öflum náttúrunnar í gegnum vísinda-sirkus-smiðju, auk þess að ævintýralegt leiksvæði Elliðaárstöðvar verður opið.
Athugið að sýningin fer fram bæði innan- og utandyra, ferðast er um fjölbreytt undirlag og áhorfendur eru hvattir til að búa sig eftir veðri og aðstæðum. Á svæði Elliðaárstöðvar eru börn á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
MEGAWHAT?! verður frumsýnd 26. ágúst og sýnd í Elliðaárstöð í ágúst og september 2023.
Miðasala er hafin og fer fram á vefsíðu Elliðaárstöðvar.
Miðakaup fyrir MEGAWHAT!? fara fram á verðskala. Með verðskalanum er hugmyndin að sem flest fái að njóta menningar og lista með fjölskyldunni. Allar tekjur af miðasölunni renna til listafólks Hringleiks.
Aðstandendur MEGAWHAT!?
Sirkuslistafólk: Jóakim Kvaran, Bryndís Torfadóttir, Thomas Burke, Bjarni Árnason, Axel Diego, Eyrún Ævarsdóttir
Tónlist: Linus Orri Gunnarsson Cederborg
Leikstjórn: Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Búningar og sviðsmynd: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Verkefnisstjórn og framleiðsla: Hringleikur og Elliðaárstöð
Sirkuslistafólk: Jóakim Kvaran, Bryndís Torfadóttir, Thomas Burke, Bjarni Árnason, Axel Diego, Eyrún Ævarsdóttir
Tónlist: Linus Orri Gunnarsson Cederborg
Leikstjórn: Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Búningar og sviðsmynd: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Verkefnisstjórn og framleiðsla: Hringleikur og Elliðaárstöð
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Sviðslistasjóði og Listamannalaunum og er unnið í samstarfi sirkuslistafélagsins Hringleiks og Elliðaárstöðvar.