Hringleikur tekur gjarnan þátt í viðburðum og samstarfsverkefnum af öllum stærðargráðum. Við eigum atriði sem smell-passa á árshátíðina, starfsmannagleðina, afmælið eða bæjarhátíðina! Sendu okkur póst með upplýsingum um viðburðinn þinn og við setjum saman pakka sem hentar stemmningu, aðstæðum og umfangi hverju sinni!
Hringleikur hefur einnig útbúið sérstakar sýningar og atriði í samstarfi við ýmsa aðila, svo sem fyrir hátíðir og stærri viðburði. Yfirlit yfir verkefni okkar og sýningar má sjá hér.
Til að kanna möguleika á að fá hópinn með í samstarf eða stærri verkefni er hægt að senda okkur e-mail á [email protected]
Hringleikur hefur einnig útbúið sérstakar sýningar og atriði í samstarfi við ýmsa aðila, svo sem fyrir hátíðir og stærri viðburði. Yfirlit yfir verkefni okkar og sýningar má sjá hér.
Til að kanna möguleika á að fá hópinn með í samstarf eða stærri verkefni er hægt að senda okkur e-mail á [email protected]
Þessi síða er í vinnslu
Jón Sigurður GunnarsonNonni er landsliðsmaður í fimleikum og tónlistarmaður í námi við Listaháskólann. Hann hefur sýnt sirkuslistir á Grænlandi og Nýja Sjálandi en mestmegnis heima á Íslandi. Hann hefur verið meðlimur í Hringleik frá stofnun félagsins.
Hingað til hefur hann sérhæft sig í handstöðujafnvægi, akróbatík, loftfimleikakeðjum og -ströppum. |
Daníel SigríðarsonDaníel er djögglari og jafnvægislistamaður sem hefur æft og sýnt sirkus síðan 2007. Hann hefur komið fram á
fjölmörgum sýningum um land allt og í Evrópu, meðal annars sýnt og tekið virkan þátt í sköpunarferli á öllum sýningum Sirkus Íslands frá stofnun til ársins 2018. Auk setti hann á fót Æskusirkusinn sem er sirkuskennsla fyrir ungmenni og hefur verið starfrækur síðan 2013. |
Jóakim KvaranJóakim hefur verið starfandi sirkuslistamaður í rúman áratug, og hefur skemmt þúsundum áhorfenda á öllum aldri sem akróbati, trúður og kynnir. Jóakim hóf feril sinn með Sirkus Íslands árið 2008 og hefur tekið þátt í öllum helstu sýningum frá stofnun hópsins, en ákvað svo að fara í háskólanám við Codarts University for the Arts í Rotterdam, Hollandi, þar sem hann útskrifaðist með BA gráðu í sirkuslistum árið 2017. Hann er sérhæfður í kínverskri súlu (chinese pole) og akróbatík, en hefur alltaf einbeitt sér að húmor og trúðaskap í atriðum sínum.
|
Bryndís TorfadóttirBryndís hefur starfað við sirkus um árabil. Bryndís kemur úr meistaraflokki í fimleikum og stundaði nám við sirkusskólann AFUK í Kaupamannahöfn. Bryndís er sérhæfð í parakróbatík og loftfimleikum. Hún hefur komið fram með Sirkus Íslands og Hringleik víða um land og erlendis og starfar í dúettnum Duo Decadence. Hún hlaut Grímuverðlaun 2021 sínum fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í sirkussýningu Hringleiks, Allra veðra von, ásamt meðhöfundum sínum.
|