Fjölbreyttar sirkussmiðjur og námskeið
Opnar sirkussmiðjur
Prófaðu sirkuslistir í opinni sirkussmiðju! Jafnvægislistir, djöggl af ýmsu tagi, loftfimleikar, akróbatík. Sirkusfólk leiðbeinir þátttakendum og sýnir þeim töfrandi möguleika sirkuslistanna. Dagsetningar: 25. júní kl. 13:00-14:00 og 26. júní kl. 15:00-16:00 Aldur: 3+ Staðsetning: Elliðaárstöð: Skrúðgarður / Túnið Verð: Frítt |
Krílasmiðja
Að lokinni sýningu á barnasýningunni Mikilvæg mistök verður haldin frjáls sirkussmiðja þar sem börnin og fylgifiskar þeirra kynnast sirkusáhöldum á borð við djögglbolta, húllahringi, snúningspoi og fleira. Opin sirkussmiðja sérstaklega miðuð að yngstu þátttakendunum.
Dagsetning: 25. júní kl. 11:30-12:00
Aldur: 3-6 ára
Staðsetning: Elliðaárstöð, Veitutorg
Verð: Frítt
Að lokinni sýningu á barnasýningunni Mikilvæg mistök verður haldin frjáls sirkussmiðja þar sem börnin og fylgifiskar þeirra kynnast sirkusáhöldum á borð við djögglbolta, húllahringi, snúningspoi og fleira. Opin sirkussmiðja sérstaklega miðuð að yngstu þátttakendunum.
Dagsetning: 25. júní kl. 11:30-12:00
Aldur: 3-6 ára
Staðsetning: Elliðaárstöð, Veitutorg
Verð: Frítt
Gagnlegt gegl - ATH. Námskeiði frestað
Gagnlegt gegl (e. Functional Juggling) er skemmtilegt sirkusnámskeið fyrir fólk með hreyfihamlanir. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði samfélagssirkus (social circus) og aðferðum Quat Props Collective, og miðar að því að kynna víðari hóp fyrir ánægjunni og leikgleðinni sem fylgir djöggli.
Dagsetning: ATH. námskeiðinu hefur verið frestað til haustsins. Frekari upplýsingar verða tilkynntar síðar.
Aldur: 8-18 ára
Staðsetning: Veislusalur Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal
Verð: Frítt
Gagnlegt gegl (e. Functional Juggling) er skemmtilegt sirkusnámskeið fyrir fólk með hreyfihamlanir. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði samfélagssirkus (social circus) og aðferðum Quat Props Collective, og miðar að því að kynna víðari hóp fyrir ánægjunni og leikgleðinni sem fylgir djöggli.
Dagsetning: ATH. námskeiðinu hefur verið frestað til haustsins. Frekari upplýsingar verða tilkynntar síðar.
Aldur: 8-18 ára
Staðsetning: Veislusalur Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal
Verð: Frítt
Aerial Hoop Masterclass
Masterclass í lyru/loftfimleikahring - fyrir þau sem hafa þegar bakgrunn í lyru og vilja bæta tækni og læra ný trikk og hreyfingar. Kennari er Lizeth Wolk, loftfimleikakona og meðlimur eistneska sirkushópsins Big Wolf Company, sem sýnir á sirkushátíðinni Flipp festival. Lizeth lærði sirkuslistir í Salpaus sirkusskólanum í Finnlandi og hefur síðan starfað sem sirkuslistakona. Á námskeiðinu verður farið í spennandi ný brögð og rútínur, auk þess að næg lofthæð í æfingarýminu býður upp á undirstöður í dynamískum hreyfingum og sveiflur. Dagsetning: Föstudagur 24. júní kl. 16:00-18:00 Aldur: 14+ Staðsetning: Hringleikahúsið, sirkushúsnæði Hringleiks, Sævarhöfða Verð: 4.000 kr. |
Sirkusnámskeið 14-18 ára
Sérstakt vikulangt námskeið í sirkuslistum fyrir 14-18 ára, haldið í ágúst! Farið verður í undirstöður í helstu sirkusgreinunum - djöggl, akróbatík og loftfimleikum. Líkamlegt og skapandi námskeið fyrir öll sem vilja spreyta sig í sirkus og hentar öllum sem hafa áhuga, ekki síst þeim sem hafa bæði þörf fyrir að hreyfa sig og að finna sköpunakraftinum farveg. Engin þörf á fyrri reynslu, en öll velkomin! Æskusirkusinn býður upp á fjölda námskeiða fyrir börn og unglinga - þau má kynna sér nánar á heimasíðu Æskusirkusins. Dagsetningar: 15. - 19. ágúst kl. 16:00-18:30 ATH. breyttar dagsetningar frá fyrri auglýsingu! Aldur: 14-18 ára Staðsetning: Hringleikahúsið, Sævarhöfða Þátttökugjald fyrir 5 daga námskeið: 28.750 kr. |