Þrjár systur - Big Wolf Company
Þrjár systur hlægja saman, gráta, njóta og gera það sem gera þarf í þessari fyndnu og fallegu nýsirkussýningu. Sýningin er innblásin af Norrænum konum, af sögum þeirra og samböndum, stöðu þeirra innan samfélagsins á árum áður og hvernig hún hefur breyst (eða ekki breyst) í nútímanum. Sýningin byggir á mögnuðum loftfimleikum, jafnvægislistum og dans-akróbatík.
Eistneski sirkushópurinn Big Wolf Company samanstendur af þremur ungum konum sem nýta sirkuslistir til að segja mikilvægar samfélagslegar sögur með húmorinn að vopni. Big Wolf Company eru leiðandi afl í þróun sirkuslista í heimalandi sínu og á Eystrasaltslöndunum. Sýningin er án orða og hentar áhorfendum óháð tungumáli. Hún er 45 mínútur að lengd og hentar börnum frá 5 ára aldri og uppúr. Sýningin fer fram utandyra og eru áhorfendur hvattir til að mæta klæddir eftir veðri. Fyrir sýninguna er boðið upp á opna sirkussmiðju sem öllum er frjálst að taka þátt í. Sýningin er hluti af verkefninu Baltic circus on the road og ferðast til Íslands með stuðningi frá Baltic Culture Fund og Nordic Council of Ministers. Dagsetning: 26. júní kl. 16:00
Staðsetning: Elliðaárstöð - Veitutorg Aldur: 5+ Tímalengd: 45 mín Miðaverð: 2.900 |