Fréttir - Sirkusdagur Hringleiks

Jan 25, 2020

Sirkushópurinn Hringleikur slær í opinn sirkusdag í Iðnó til að bæta smá fjöri í skammdegið. Sirkusatriði, sirkusnámskeið, popp og almennt sirkusfjör fyrir alla fjölskylduna! Kaffihús Iðnó verður að sjálfsögðu opið.

Sirkuslistafólk Hringleiks og sirkuskrakkar úr Æskusirkusnum munu sýna listir sínar og kenna þeim sem vilja að djöggla, labba á línu eða að standa á höndum!
Heimildarmyndin Arctic Circus, sem fjallar um sirkuslífið á Íslandi verður auk þess frumsýnd.

Húsið verður opið milli kl. 13 og 16 með ýmsum viðburðum yfir daginn.

Tilboðsverð í forsölu er 2000 kr., en aðgangur í hurð verður 2500 kr.
Ágóði af miðasölu verður notaður til framtíðar verkefna og uppbyggingar sirkusstarfssemi Hringleiks.