Fréttir - Tilraunakvöld vol.2 28. maí

May 27, 2019

Eftir góðar viðtökur á fyrsta tilraunakvöldi hafa Hringleikur og Dansverkstæðið ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða ykkur að taka þátt í öðru tilraunakvöldi ÞRIÐJUDAGINN 28. MAÍ kl. 19:00!

Á tilraunakvöldi gefst kostur á að prófa hugmyndir sínar á sviði fyrir framan áhorfendur og fá endurgjöf frá áhorfendum. Gert er ráð fyrir að atriðin séu verk í vinnslu.

Tilraunakvöldið fer þannig fram að þátttakendur sem hafa skráð sig til leiks sýna sitt verk eða atriði fyrir framan áhorfendur. Þegar allir hafa sýnt fá áhorfendur tækifæri til að gefa hverjum listamanni(/-hóp) endurgjöf og lýsa sinni upplifun af því sem þeir sáu.

Ólöf Ingólfsdóttir frá Dansverkstæðinu mun leiða umræður.

Viðburðurinn fer fram í stóra sal Dansverkstæðisins á Hjarðarhaga, á 12x12 m dansgólfi, ca. 4 m lofthæð og er bæði ljósa- og hljóðkerfi til staðar. Það er ekki tjald/baksvið og ekki aðstæður til að rigga úr loftinu.

Aðgangur er ókeypis og öllum er velkomið að koma að horfa.