Fréttir - Tilraunakvöld 2. maí

Apr 25, 2019

Fimmtudagskvöldið 2. maí fer fyrsta Tilraunakvöld Hringleiks fram, þar sem meðlimir Hringleiks og annað áhugasamt sviðslistafólk fær tækifæri til að prófa nýjar hugmyndir á sviði. Kvöldið fer fram í Dansverkstæðinu á Hjarðarhaga kl. 19 og er aðgangur ókeypis. Sviðslistafólk og aðrir áhugasamir eru kvattir til að mæta og taka þátt í umræðum eftir sýninguna. Það er enn opið fyrir þátttöku í viðburðinum, og bendum við áhugasömum á að senda okkur línu á Facebook-síðu félagsins.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.